Færsluflokkur: Bloggar

Nú nálgast jólin stressið byrjað

Jólin er að koma og maður skilur ekki þetta stress í fólki svo mikill læti í fólki að versla inn redda hlutum svona rétt fyrir jólin og allir svo uppteknir af sjálfum sér ég er sjálfur að vinna svona um 12 til 14 tíma á dag og hef samt tíma til eftir vinnu til að þrífa og versla inn er búinn að versla allt inn og er alveg að verða búinn að þrífa allt ekki nema eitt svefnherbergi og 2 gangar eftir og síðan byrjar jóla afslöppuninn og mér langar að óska öllu góð jól og gott og farsælt komandi ár munið að stressa ykkur ekki upp vegna þess að þið afkastið meirru með að halda ró ykkar og allt gegnur betur hjá ykkur og munið að gleyma ekki að börninn þurfa tíma líka með ykkur þótt þið eigið eftir að gera eitthvað fyrir jólin sæl að sinni

Hræðsla fólks við Rottweiler hunda

Fólk hefur spurt mig hvort ég sé ekki hræddur að leyfa krökkum mínum að umgangast hundinn minn ég spurði það afhverju hvað það meinti þá vitnaði þetta fólk í frétt um þetta kyn að þeir hefðu ráðist á börn og étið þau erlendis meðal annars í englandi og bandaríkjunum ég fór á netið og leytaði að þessum fréttum og í íslensku fjölmiðlun kemur ekki fram að þessir hundar í öllum tilfellum voru svelltir í marga daga sumum tilfellum í 3 vikur og barðir sundur og saman til að reyna að kalla fram grimmdina fram í þeim og þeir voru í nokkrum tilfellum þjálfaðir til að ráðast á fólk svo er nú æsifréttamennskan á íslandi ég á sjálfur tík sem er 2,5 hálfs árs gömul og ég myndi treyst henni meirra fyrir börnum mínum frekkar en að treysta fólki ef þú virðir hundinn þinn og hann þig og þú elur hann upp af ást og viðingu og hreyfir hann og gefur honum reglulega að borða þá er útkoman á svona hundum bara góður heimilishundur og trúr sinni fjölskyldu.

ég þoli ekki þegar fjölmiðlar segja bara eina hlið á svona málum fólk þetta er ekki í eðli þeirra að éta börn það er uppeldinu að kenna sem sagt eigandum að kenna.

kveðja Jón


Áhugaljósmyndun

Hvað getur maður gert til að læra ljósmyndun án þess að setja sig í skóla í margamánuði.

Fólk sem hefur tök á því að fara á námskeið í Reykjavík eða nágrenni getur farið á námskeið hjá Pálma Guðmundssyni hann er með námskeið og er hægt að finna allt um þau á heimasíðunni hans sem er www.ljosmyndari.is og ég mæli eindregið með þeim og er að fara á eitt núna í nóvember til að læra meirra sjálfur.

heyrumst síðar kveðja Jón.


Varðhundar

Rottweiler
Slaktarir


Rottweiler sýnir mikið þol, er harðgerður, í góðu jafnvægi og friðelskandi þó hann sé mjög sterkur og forystuhundur alveg inn að beini (sérstaklega karlhundarnir). Hann verður að sýna yfirvegað útlit og hann geltir aldrei að ástæðulausu. Myndar mjög sterk bönd við eiganda sinn og er honum mjög dyggur, er þolinmóður við börn. Þessi óttalausi hundur er frábær varðhundur, sérstaklega með sitt ógnvekjandi útlit. Hefja þarf þjálfun mjög snemma og skal hún vera ákveðin (þó mild) til að hundurinn muni hlýða óhikað. Hundarnir spegla oft persónuleika eigandans. Ef farið er rangt með þá geta hundarnir orðið stórhættulegir.

Rottweiler2Hæð á herðarkamb:                                                                     

Hundar: 61 - 68 cm                  
Tíkur: 56 - 63 cm

 
Þyngd:
Hundar: um 50 kg
Tíkur: um 42 kg

 Lífslíkur:
11 - 12 ár

 Upprunaland:
Þýskaland


Saga:
Sumir halda að þessi þýski hundur sé kominn af Bavarois Bouvier hundinum. Aðrir trúa að hann sé kominn af Roman Molosser hundunum sem komu til Þýskalands í innrás Rómverja. Á miðöldum var þessi kraftmikli hugrakki hundur þegar að vernda hjarðir og nautgripakaupmenn gegn glæpamönnum þorpsins Rottweiler í Wurtemberg, Þýskalandi.
Slátrarar héldu þessa hunda oft og því voru þeir oft kallaðir “butcher dog” eða slátrara hundarnir. Fyrsti Rottweiler klúbburinn var stofnaður árið 1907. Í fyrri heimsstyrjöldinni þjónaði Rottweiler líka þýska hernum. Þetta hundakyn var viðurkennt árið 1966 og varð heimsþekkt í kring um árið 1970.

Hreyfiþörf:
Þarf töluvert mikla hreyfingu og gott pláss. Líka ekki að vera lokaður inni eða bundinn úti.

Feldhirða:
Bursta skal yfir hann daglega..

Leyfilegir litir:
Svartur með vel afmörkuðum brúnum flekkjum á kinnum, fyrir ofan augu, á munni, framan á hálsi undir munninum, bringunni, fótum og undir skottrót.

Fóður:
Royal Canin Maxi 
línan


Rottweiler_puppy


 


Hvernig Sjá hundar

Litaskynjun

Keilur eru þær sjónfrumur augans sem greina liti. Tvær mismunandi gerðir eru af keilum í sjónhimnu hunda. Þessar keilur hafa ljósgleypni á tveimur bylgjulengdum, við 429 nm og 555 nm, en á þeim nema hundar bláan og gulan lit.




Því er hægt að segja að hundar séu með tvílitaskynjun (e. dichromat vision) og þess vegna með svipaða sjónskynjun og manneskja sem er með rauð/græna litblindu. Menn hafa þrílitaskynjun (e. trichromat vision) og kettir eru með veika þrílitaskynjun. Á svæði sem er um miðbik sjónhimnunnar og svarar til sjóngrófarinnar hjá mönnum, eru aðeins 20% sjónfrumanna keilur hjá hundum en hjá mönnum eru einungis keilur á þessu svæði. Hundar hafa ekki eiginlega sjóngróf en um miðbik sjónhimnunnar er svæði sem kalla má sjónrák (e. visual streak). Sjónrákin er egglaga svæði sem liggur rétt fyrir ofan sjóntaugina og er nokkuð ólík sjóngróf manna. Á þessu svæði sjónhimnunnar er sjónin hvað skörpust hjá mönnum og að öllum líkindum einnig hjá öðrum dýrum.



Mjög einfölduð mynd af skipulagi helstu fruma í sjónhimnunni. Sjónhimnan liggur aftan við augasteininn.

Næmni sjónar

Næmni sjónar er sá hæfileiki augans að greina smáatriði skýrt. Næmnin er háð bæði eiginleikum sjónarinnar og eiginleikum heilans til að túlka það sem ber fyrir augu, ásamt öðrum þáttum. Afar erfitt er að gera mælingar á næmni sjónar dýra, en eftir því sem menn komast næst þá hafa hundar um helmingi næmari sjón en kettir en nokkuð lakari sjón en grasbítar, svo sem hross. Menn eru með 2-3 sinnum betri sjón en hundar.

Nætursjón

Líkt og kettir sjá hundar mun betur í myrkri en við mennirnir. Skýringin á því er sú að hundar hafa mun meira af stöfum en keilum í sjónhimnunni.

Hundar, líkt og önnur rándýr, geta einnig skynjað hreyfingu mun betur en menn. Sennilega skynja þeir til dæmis sjónvarpsútsendingu ekki sem samfellda hreyfimynd eins og við, heldur sem röð af kyrrmyndum. Hundar eru yfirleitt nærsýnir. Rannsóknir hafa sýnt fram á að Schäfer hundar hafa að nærsýni að meðaltali -0,86 og Rotweiler -1,77. Vísindamenn meta það svo að hundar sjái hluti í 6 metra fjarlægð svipað skýrt og við sjáum hlut í 20 metra fjarlægð. Hluti í 20 metra fjarlægð sjá hundar hins vegar mjög óskýrt og nánast í þoku.


Ljósmynda áhugi

Ljósmynda áhugi minn er mikill á allhliðamyndatöku

ég nota stafræna myndavél sem heitir Canon 350D og ég hef átt hana um svona eitt ár og hef áhuga á öllu sem snertir allskonar myndatöku landsslagsmyndir og dýramyndir og af allskonar viðburðum á Íslandi til dæmis Gay Pride og menninganóttu og margt fleirra og byrjaði með þetta blog sem er opið öllum að skoða og til að segja sína skoðun á mínum myndum og mun ég alltaf í hverri viku uppfæra síðuna með áframhaldandi blogi og myndum vonandi getum við gott fólk átt góðar stundir hér saman heyrumst síðar og hlakka til að heyra frá ykkur fólk ég mun líka reyna að leyðbeina ykkur varðandi myndatöku ef þið viljið.

takk að sinni kveðja Jón I Guðjónsson


líf mitt með Dimmu

Á hverjum degi vakna ég til að fara í vinnu ég vakna alltaf hálftími fyrr til að gefa tíkinni minni henni Dimmu vatn og mat og síðan hleypi ég henni út að pissa og förum síðan í vinnuna og hún kemur alltaf með mér í vinnuna ég er með hana í vélinni með mér og alltaf þegar ég tek pásu þá hleypi ég henni alltaf út.

Þegar heim kemur eftir vinnu þá gefi ég henni að borða og förum svo oftast nær út að lappa allt frá 1,5 klst upp að 3,5 klst göngutúrum og ég hef lést um ein 5 kg á 2 vikum á þessum göngutúrum.

sem sagt í stundu máli þá er ég hættur að lifa óhollustu lífi drekk ekki lengur né fer út að skemmta mér á balli og svoleiðis fer heldur í bíó eða leikhús  og eða bara fer út á kaffihús og ég fer mikið út í náttúruna og eyði sem mest af tímanum svoleiðis þegar ég er ekki að vinna en svona er nú lífið mitt fyrir utan vinnu.

bless að sinni nonni.

 


Ljósmyndun

Hæ góða fólk núna er um að gera að blogga og ég mun svara öllu bloggi þetta verður um ljósmyndun og fleirra og fyrir vini og vandamenn að talast við svo allir geti tekið þátt í umræðunni ég mun setja inn myndir í hverjum mánuði sem eru teknar á íslandi fyrir ykkur sem eruð þarna erlendis ég vona að ég heyri frá ykkur hérna inni sko vona að þið eigið öll eftir að skrifa eitthvað hérna inni annað slagið alltaf.

takk að sinni og heyrumst og sjáumst síðar góða fólk


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband